27.2.2008 | 19:16
Munnvatn og fl.
Hafði ekki heyrt þetta um munnvatnið á bringu stúlkunnar, hafði mínar upplýsingar úr mbl. Hef raunar setið á fyrsta bekk í leikhúsi og fengið munnvatnsfruss yfir mig ofan af leiksviðinu.
Ég hélt að 14 ára einstaklingur væri barn og þar af leiðandi væri brot gegn 14 ára brot gegn barni en hvernig lögin líta á slíkt veit ég ekki enda ekki löglærður.
Það sem ég var að leggja áherslu á er að það að dæma fólk í fangelsi er mikill ábyrgðahlutur og á ekki að gerast nema sök sé rækilega sönnuð.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.2.2008 | 15:27
Hver er sönnunin
Maður er dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn barni. Mjög alvarlegur glæpur og einhvernvegin finnst manni að til þess að dæma mann í 2 ára fangelsi auk skaðabóta að ekki sé nú talað um mannorðsmissi hljóti að þurfa sterkar sannanir í ríki sem vill láta kalla sig réttarríki.
Hver er svo sönnunin. Jú sönnunin er framburður stúlkunnar sem kærir, stúlku sem fær ríkistryggðar skaðabætur, stúlku sem var treyst til að gæta barna og slær upp unglingapartí með tilheyrandi áfengisdrykkju. Sem sagt ekki mjög ábyggilegs einstaklings.
Nú getur vel verið að maðurinn sem sakfelldur var sé sekur, um það veit ég ekkert en sem borgari þessa lands og kanski sem karlmanni finnst mér það mjög óhuggulegt að fólk sé dæmt í fangelsi án nokkura raunverulegra sannana að því er virðist.
Einu sinni var talað um að í réttarríki ætti að túlka allan vafa sakborningi í vil því betra væri að tíu sekir gengu lausir en að einn saklaus færi í fangelsi. Þau viðmið virðast að engu höfð nú til dags.
Ísland eða Saudiarabía? Maður veltir því fyrir sér hvar maður sé staddur.
2 ára fangelsi fyrir kynferðisbrot | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Um bloggið
Heimir Örn Jensson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar