27.2.2008 | 15:27
Hver er sönnunin
Maður er dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn barni. Mjög alvarlegur glæpur og einhvernvegin finnst manni að til þess að dæma mann í 2 ára fangelsi auk skaðabóta að ekki sé nú talað um mannorðsmissi hljóti að þurfa sterkar sannanir í ríki sem vill láta kalla sig réttarríki.
Hver er svo sönnunin. Jú sönnunin er framburður stúlkunnar sem kærir, stúlku sem fær ríkistryggðar skaðabætur, stúlku sem var treyst til að gæta barna og slær upp unglingapartí með tilheyrandi áfengisdrykkju. Sem sagt ekki mjög ábyggilegs einstaklings.
Nú getur vel verið að maðurinn sem sakfelldur var sé sekur, um það veit ég ekkert en sem borgari þessa lands og kanski sem karlmanni finnst mér það mjög óhuggulegt að fólk sé dæmt í fangelsi án nokkura raunverulegra sannana að því er virðist.
Einu sinni var talað um að í réttarríki ætti að túlka allan vafa sakborningi í vil því betra væri að tíu sekir gengu lausir en að einn saklaus færi í fangelsi. Þau viðmið virðast að engu höfð nú til dags.
Ísland eða Saudiarabía? Maður veltir því fyrir sér hvar maður sé staddur.
2 ára fangelsi fyrir kynferðisbrot | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Heimir Örn Jensson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég las á Vísi að munnvatn hefði fundist á bringu stúlkunnar... Einhver hefði kallað það sönnunargögn
Sæmi (IP-tala skráð) 27.2.2008 kl. 16:37
Hver veit, kannski var hún í stuttu pilsu líka bölvuð...
Bella (IP-tala skráð) 28.2.2008 kl. 02:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.